Hrund Snyrtistofa

Meðferðarlisti

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

medferdarlisti

Lúxus Andlitsbað

Húðin er djúphreinsuð,ilmkjarnaolía borin á og húðin hituð með gufu eða hitalampa. Óhreinindi kreist upp úr húðinni og sótthreinsað.
Andlits- herða- og bringunudd.Casmara maski settur á andlit og háls hafður í 20 mínútur.
Kornakrem nuddað á hendur upp að olboga,þvegið af með heitum þvottapokum síðan er gott handanudd upp hendur.  Meðferðartími er 105 mín.
 
Andlitsbað með parafín maska á hendur og fætur.
Húðin er djúphreinsuð. Ilmkjarnaolía borin á og húðin hituð með gufu eða hitaperu.Óhreinindi kreist upp úr húðinni og sótthreinsað.
Kornakrem nuddað á hendur og fætur og það svo þvegið af. Síðan er settur heitur parafínmaski á hendur og fætur. Andlits- herða- og bringunudd.
Viðeigandi maski borinn á og hafður í 10 mínútur. Maskinn þveginn af og andlits- háls- og augnkrem borin á húðina.   Meðferðartími er 120 mín.
 
Húðhreinsun.
Húðin er djúphreinsuð,ilmkjarnaolía borin á og húðin hituð með gufu eða hitalampa.Óhreinindi kreist upp úr húðinni og sótthreinsað.
Viðeigandi maski borinn á húðina og hafður í 10 mínútur.   Meðferðartími er  60 mín.
 
Andlitsbað.
Húðin er djúphreinsuð,ilmkjarnaolía borin á og húðin hituð með gufu eða hitalampa.Óhreinindi kreist upp úr húðinni og sótthreinsað.
Andlits- herða- og bringunudd. Viðeigandi maski borinn á húðina. Að lokum er sett á andlits- augn- og hálskrem.   Meðferðartími er  90 mín.
 
Nudd og Maski.
Húðin er djúphreinsuð. Andlits- herða- og bringunudd.Viðeigandi maski er borinn á húðina og síðan andlits- augn- og hálskrem.  Meðferðartími er  60 mín.
 
Hydradermine Lift augnmeðferð.
Til að yngja augnumgjörðina bjóðum við upp á árangursríka og milda lausn. Með Hydradermine Lift Yeux er áherslan lögð á vöðvana í kringum augun sem eru styrktir og endurnærðir.
Eftir fyrsta skiptið hafa fínar línur mildast,broshrukkur jafnast út og augun virðast unglegri.   Meðferðartími er 45 mín.
 
Clarins andlitsbað.
Það eru notuð 24 mismunandi efni í andlitmeðferðinni,eftir því hvað er lagt áhersla á og einnig er notaður mismunandi maski eftir gerð húðarinnar.
Húðin er djúphreinsuð . Þetta er notalegt andlitsbað þar sem nuddað er höfuð,andlit,háls og bringa,hendur og fætur
 Að lokum er sett yfir Serum andlits- augn- og hálskrem.   Meðferðartími er 90 mín.
 
Lúxus Clarins andlitsbað.
Í þessu andlitsbaði bætist við nýji Clarins flettimaskinn og er hafður á í 20 mín. Meðferðartími er 105 mín.
 
Clarins Herra andlitsbað.
Húðin er djúphreinsuð og ilmkjarnaolía borin á andlitið,síðan er húðin hituð með gufu. Óhreinindi fjarlægð og sótthreinsað. Andlit- háls- og bringunudd.
Viðeigandi  maski borin á og hafður í 10 mínútur. Að lokum er borið á andlits- og augnkrem. Meðferðartími 90 mín.
 
Handsnyrting.
Neglur þjalaðar  og  bónþjalaðar, naglabönd mýkt og snyrt. Hendur nuddaðar og lakkað  eftir vali.
 
Lúxus handsnyrting.
Kornakrem er nuddað á hendurnar og síðan þvegið af. Neglurnar eru þjalaðar og bónþjalaðar. Heitur parafínmaski settur á hendur og naglabönd snyrt. Hendur nuddaðar og lakkað.
 
Parafínmeðferð.
Hendur eða fætur eru djúphreinsað .Heitur parafínmaski er settur á og hafður í 10 mínútur og svo eru hendur nuddaðar.
 
Fótsnyrting.
Fótabað. Neglur þjalaðar og bónþjalaðar. Naglaböndin eru snyrt og fótaraspur notaður til að fjarlægja  sigg. Kornakrem er nuddað á fæturnar upp að hnjám. Fótanudd og lökkun eftir vali.
 
Lúxus fótsnyrting.
Fótabað. Neglur þjalaðar og bónþjalaðar. Kornakrem er nuddað upp að hnjám. Heitur parafínmaski er settur á fætur og biðið í 10 mín.
Naglaböndin eru snyrt og  fótaraspur notaður til að fjarlægja sigg. Að lokum eru fætur nuddaðir og lakkað.     
 
Steinanudd.
Heitum steinum er nuddað um líkaman ásamt olíunuddi. Mjög slakandi og örvar blóðrásina,dregur úr bólgum,spennu og verkjum.
Meðferðartími er 75 mín.
 
Slökunarnudd.
Heilnudd með slakandi ilmkjarnaolíum.   Meðferðartími er 60 mín.
 

 
ÞÚ ERT HÉR: Home Meðferðarlisti