Hrund Snyrtistofa

Hydradermie andlitslyfting

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal
Hydradermie Lift andlitslifting.
Hátæknileg andlitslifting.
Með árunum þyngist og slaknar á umgjörð andlitsins, aldur og þreyta setja mark sitt á húðina. Fram að þessu hefur stinnandi meðferð aðeins beinst að uppbyggingu húðar, starfsemi hennar örvuð og hún gerð þannig stinnari. Hydradermie Lift andlitsmeðferð er sannarlega byltingarkennd því hún örvar vöðvana, styrkir þá og lyfta andlitsdráttum með frábærum árangi.
Andlitslyfting sem skilar árangi frá fyrsta skipti.
Auk þess að lífga húðina, sléttir Hydradermie Lift meðferðin úr andlitsdráttum með því að styrkja vöðvana. Áhrifin eru dýpri, vöðvarnir endurheimta stinnleika sinn, efnaskipti verða hraðari og andlitsdrættir lyftast sýnilega. Hydradermie Lift jafnast á við leikfimisæfingar sem byggja upp vöðvana og andlitið virðist mun unglegra. Strax í lok fyrsta skiptis sérð þú árangur. Ráðlagt er að mæta í þrjú skipti, húðin verður stinnari og unglegri.
 
Hydradermie Lift Yeux fyrir augun
Til að yngja augnumgjörðina býður snyrtifræðingurinn upp á árangursríka og milda lausn. Með Hydradermie Lift Yeux er áherslan lögð á vöðvana í kringum augun sem eru styrktir og endurnærðir. Í lok fyrsta skiptis hafa fínar línur mildast, broshrukkur jafnast út og augun virðast unglegri.
 
ÞÚ ERT HÉR: Home Meðferðarlisti Hydradermie andlitslyfting