Hrund Snyrtistofa

Liftosome andlitsmeðferð

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal
Liftosome  Stinnandi andlitsmeðferð
Stinnandi C vítamínbættur maski.

Liftosome meðferðin er eingöngu til að stinna og yngja andlitsdrætti. Á þrjátiu mínútum flytur heitur maski húðinni appelsínu ( C vítamín) og gingsenþykkni.Þessi mjög virku efni , ásamt hitanum, fylla húðina orku, endurbæta teyjanleika hennar og hjálpa til við endurnýjun frumna.Í lok meðferðar getur þú séð að húðin er stinnari, virðist unglegri og hrukkur og þreytulínur eru horfnar. Liftosome meðferðin er gott að taka sem sérstakan þriggja meðferða kúr eða í bland við Hydraderminie eða Ávaxtasýru andlitsmeðferð.

Unglegri húð

Vegna þreytu er húð þín slöpp.Á innan við klukkustund hressir Liftosome andlitsmeðferðin húðina við og yngir hana upp. Snyrtifræðingur blandar hitamaskann með appelsínuþykkni og C vítamíni sem fyllir húðina orku.Maskinn styrkir andlitsdrætti og í lokin getur þú glaðst við að sjá húð þína ljóma af orku, þú verður afslöppuð og ert mun unglegri.
 
ÞÚ ERT HÉR: Home Meðferðarlisti Liftosome andlitsmeðferð