Hrund Snyrtistofa

Senda í tölvupóst Prentvæn útgáfa Skoða sem PDF skjal

snyrtistofa

HYDRADERMIE- er mjög árangursrík djúphreinsi-og rakameðferð fyrir andlit, háls, bringu og hina viðkvæmu húð umhverfis augun. Hún er byggð á áratuga rannsóknum sérfræðinga í efnafræði snyrtivara við GUINOT rannsóknarstofur í Frakklandi, sem eru meðal þeirra allra fremstu á sínu sviði. 

Hydradermie:
■ Örvar efnaskipti húðar sem leiðir til örari endurnýjun frumna og húðin fær aukinn raka og mýkt.
■ Þéttir húðina og gefur henni fallegri áferð.
■ Djúphreinsar húðina, mjög góður árangur með slæma bóluhúð.
■ Stuðlar að rakajafnvægi og réttu sýrustigi húðar.
■ Hydradermie er fyrir alla aldurshópa því notuð eru mismunandi gel eftir húðgerðum, allt eftir þörfum viðkomandi.


HYDRADERMIE LIFT- Andlitslyfting. Meðferðin byggist á vöðva- og sogæðaörvun ásamt andlits- og herðanuddi. Árangur meðferðar sést greinilega strax eftir eitt skipti.
■ Vöðvaörvun eykur stinnleika andlits- og hálsvöðva sem leiðir til sléttari húðar, lyftingu og mótunar andlitsins. Húðin verður stinnari og unglegri.
■ Sogæðaörvun eykur úrgangsefnalosun húðvefja sem dregur úr þrota og baugum. Hreinsunarhlutverki húðar er aukið sem leiðir til aukinnar frumustarfsemi og hraðari endurnýjun frumna


AROMATIC - Andlitsmeðferð sem felst í afar þægilegu nuddi með sérstaklega virkum ilmkjarnaolíum. Samspil ilmkjarnaolía og plöntukrafta gera þessa meðferð mjög áhrifaríka. Til að koma til móts við þarfir hverrar húðargerðar fyrir sig er valið úr fimm ilmkjarnaolíublöndum og tíu plöntuseyðum. Meðferðartími er 40-60 mínútur.

 
ÞÚ ERT HÉR: Home Snyrtistofa